Samkeppni skilin frá öðrum þáttum 16. nóvember 2019 08:30 Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. Fréttablaðið/ernir Stjórn Isavia hefur samþykkt verulega breytt skipulag. Stofnuð verða sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi Isavia, og verður þá samkeppnisrekstur aðskilinn frá öðrum þáttum fyrirtækisins. Breytingarnar munu taka gildi um áramót. Þetta var kynnt innan fyrirtækisins í gær. Isavia, sem er opinbert hlutafélag, rekur net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Starfsmenn telja nú um 1.300 manns. Flugvallasvið og flugleiðsögusvið verða gerð að sérstökum dótturfélögum. Af núverandi dótturfélögum Isavia mun Fríhöfnin haldast óbreytt, fyrirtækið Domavia verður félag um innanlandsflugvelli landsins. Fyrirtækin Tern, sem þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu, og grænlenska flugleiðsöguþjónustufyrirtækið Suluk verða færð undir flugleiðsögu. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessu sé verið að tengja betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Verið sé að aðskilja ólíkar rekstrareiningar félagsins. „Í fyrsta lagi starfsemi sem rekin er á ríkisframlögum, í öðru lagi þá þætti sem byggja á endurheimt útlagðs kostnaðar og að lokum þá starfsemi sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni,“ segir Sveinbjörn. „Hver hluti þessarar ólíku starfsemi mun fá sitt eigið vægi, stjórn og tækifæri til innleiðingar mismunandi áherslna.“ Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. „Þar liggja stærstu viðskiptatækifærin og mesta rekstraráhættan. Það er mikilvægt að þræðir stjórnar Isavia liggi beint inn til Keflavíkurflugvallar.“ Sveinbjörn segir að ekki sé þörf á jafn umfangsmikilli umsýslu stoðþjónustu hjá flugvallarsviðinu og á flugleiðsögusviðinu. Stoðsvið félagsins verða eftir hjá móðurfélaginu. Þá verður stofnað nýtt stoðsvið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Stjórn Isavia hefur samþykkt verulega breytt skipulag. Stofnuð verða sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi Isavia, og verður þá samkeppnisrekstur aðskilinn frá öðrum þáttum fyrirtækisins. Breytingarnar munu taka gildi um áramót. Þetta var kynnt innan fyrirtækisins í gær. Isavia, sem er opinbert hlutafélag, rekur net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Starfsmenn telja nú um 1.300 manns. Flugvallasvið og flugleiðsögusvið verða gerð að sérstökum dótturfélögum. Af núverandi dótturfélögum Isavia mun Fríhöfnin haldast óbreytt, fyrirtækið Domavia verður félag um innanlandsflugvelli landsins. Fyrirtækin Tern, sem þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu, og grænlenska flugleiðsöguþjónustufyrirtækið Suluk verða færð undir flugleiðsögu. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessu sé verið að tengja betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Verið sé að aðskilja ólíkar rekstrareiningar félagsins. „Í fyrsta lagi starfsemi sem rekin er á ríkisframlögum, í öðru lagi þá þætti sem byggja á endurheimt útlagðs kostnaðar og að lokum þá starfsemi sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni,“ segir Sveinbjörn. „Hver hluti þessarar ólíku starfsemi mun fá sitt eigið vægi, stjórn og tækifæri til innleiðingar mismunandi áherslna.“ Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. „Þar liggja stærstu viðskiptatækifærin og mesta rekstraráhættan. Það er mikilvægt að þræðir stjórnar Isavia liggi beint inn til Keflavíkurflugvallar.“ Sveinbjörn segir að ekki sé þörf á jafn umfangsmikilli umsýslu stoðþjónustu hjá flugvallarsviðinu og á flugleiðsögusviðinu. Stoðsvið félagsins verða eftir hjá móðurfélaginu. Þá verður stofnað nýtt stoðsvið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira