Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:15 Norski bankinn DNB lokaði á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Vísir/EPA Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. Frá þessu er greint á vef norska viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv en eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide, þvertekur fyrir að starfslok Østby tengist máli Samherja hjá bankanum. Hann hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum eftir mörg ár í peningaþvættisdeildinni. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að það sé ljóst að DNB hafi haft upplýsingar um Samherjamálið þegar Østby ákvað að segja upp störfum í haust.9,1 milljarður króna í gegnum félagið Fyrrnefnt félag, Cape Cod FS, sem DNB lokaði á viðskipti við var staðsett á Marshall-eyjum. Bankinn lokaði á viðskiptin vegna þess að hann taldi óvíst hvert raunverulegt eignarhald félagsins væri. Þar af leiðandi væri grunur um að félagið væri notað til að þvætta peninga. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum Cape Cod FS en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Félög Samherja millifærðu fjármunina inn á reikninga félagsins og var sama upphæð svo millifærð af reikningunum. Að því er segir í frétt Stundarinnar voru millifærslurnar af reikningunum aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa. Alls lokaði DNB fimm bankareikningum vegna hættu á verið væri að þvætta peninga í gegnum þá. Í frétt Dagens Næringsliv er fundið að því að bankinn hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Østby og að nýr yfirmaður hafi tekið við peningaþvættisdeildinni með stuttum fyrirvara. Er upplýsingafulltrúi DNB spurður út í hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt. „Við auglýsum svona venjulega ekki í fjölmiðlum. Það eru yfir 1000 millistjórnendur hjá DNB. Fjármálaeftirlitinu og öðrum viðeigandi yfirvöldum hefur auðvitað verið tilkynnt um þetta,“ segir Midteide. Fram kemur í frétt Dagens Næringsliv að Østby hafi ekki svarað fyrirspurnum miðilsins vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01