Göfuglyndi á villigötum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. nóvember 2019 08:00 Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun