Svona fólk og Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarson skrifar 3. nóvember 2019 13:30 Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar