Vilja stytta grunnskólanámið Jón Þórisson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Krakkar við nám í Melaskóla, grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira