Börn, eitur og stokkur Stefán Benediktsson skrifar 4. nóvember 2019 08:00 Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun