Um meintan flótta úr miðbænum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 31. október 2019 17:38 Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar