Um meintan flótta úr miðbænum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 31. október 2019 17:38 Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun