Helmingi færri konur stofnuðu fyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 07:00 Skýrslan verður kynnt á fundi Íslandsbanka um frumkvöðla og nýsköpun í dag. fbl/ernir Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira