Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 24. október 2019 07:00 Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun