Hyggjast fljúga til Íslands í vor Ari Brynjólfsson skrifar 25. október 2019 06:00 Juneyao Air er með daglegt flug mili Shanghai og Helsinki. Fréttablaðið/EPA Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45