Væri ekki nær að baka köku? Sóley Tómasdóttir skrifar 25. október 2019 11:34 Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku?
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun