Ráðherra allra barna? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. október 2019 17:00 Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun