Afneitun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2019 13:00 Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar