Arion banki hættir að styðja Startup Reykjavík Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:00 Einar Gunnar Guðmundsson stýrði Startup Reykjavík fyrir hönd Arion banka. Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36
Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20