Þolinmæði opinberra starfsmanna á þrotum Árni Stefán Jónsson skrifar 17. október 2019 08:00 Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar