Þolinmæði opinberra starfsmanna á þrotum Árni Stefán Jónsson skrifar 17. október 2019 08:00 Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun