Nauðsyn, ekki lúxus Katrín Atladóttir skrifar 17. október 2019 07:45 Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Nýsköpun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar