Nauðsyn, ekki lúxus Katrín Atladóttir skrifar 17. október 2019 07:45 Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Nýsköpun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar