Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna Jónína Sigurgeirsdóttir skrifar 17. október 2019 15:00 Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun