Um jafnrétti kynslóða Una Hildardóttir skrifar 18. október 2019 08:30 Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Una Hildardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar