Hinn fallegi leikur Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun