Regnbogabraut Skúli Ólafsson skrifar 2. október 2019 17:02 Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Þjóðkirkjan Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun