Enski boltinn

Ousmane Dembele á þriggja manna óskalista Ole Gunnar Solskjær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ousmane Dembele í leik Barcelona gegn Inter í gærkvöldi.
Ousmane Dembele í leik Barcelona gegn Inter í gærkvöldi. vísir/getty
Ousmane Dembele, framherji Barcelona, er talinn á þriggja manna óskalista Ole Gunnar Solskjær sem Norðmaðurinn vill fá til Manchester United.

Sóknarleikur enska liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið hefur einungis skorað meira en eitt mark í einum leik á tímabilinu. Það var í fyrsta leiknum gegn Chelsea.

Anthony Martial hefur verið meiddur frá því í ágúst og Marcus Rashford og Mason Greenwood hafa báðir verið að glíma við smávægileg meiðsli. United seldi svo Romelu Lukaku og lánaði Alexis Sanchez til Inter.







Samkvæmt Manchester Evening News er Dembele á þriggja manna óskalista Solskjær en aðrir sem koma til greina eru Timo Werner hjá Leipzig og Moussa Dembele hjá Lyon.

Ólíklegt er þó að félögin séu reiðubúin að láta leikmennina fara nema það komi stór upphæð fyrir þá en Dembele hefur verið til mikilla vandræða í Barcelona.

Hann er talinn húðlatur, eyðir flestum tímum í tölvunni og borðar óskynsamlega. Forráðamenn Barcelona eru sagðir orðnir þreyttir á honum og gætu vilja losna við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×