Fjögur mörk og tvö rauð er Barcelona tók annað sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. október 2019 21:00 Mark Suarez var af dýrari gerðinni vísir/getty Barcelona fór upp í annað sæti La Liga með 4-0 stórsigri á Sevilla á Nývangi í kvöld. Börsungar kláruðu leikinn með níu menn inni á vellinum. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum opnuðust flóðgáttir og Börsungar settu þrjú mörk á sjö mínútum. Það byrjaði með glæsimarki frá Luis Suarez. Nelson Semedo sendi boltann fyrir markið og Suarez ákvað að kasta sér á bakið og skoraði með frábærri hjólhestaspyrnu. Arturo Vidal bætti öðru marki við eftir sendingu frá Arthur og tveimur mínútum síðar skoraði Ousmane Dembele. Róðurinn var orðinn erfiður fyrir Sevilla en gestirnir fengu þó dauðafæri þegar Luuk de Jong komst einn á móti Marc-Andre ter Stegen en hann skaut í stöngina. Lionel Messi gekk frá leiknum á 78. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Undir lok leiksins misstu heimamenn tvo leikmenn af velli. Hinn tvítugi Ronald Araujo hafði aðeins verið inni á vellinum í korter þegar hann var sendur í sturtu eftir að hafa tekið Javier Hernandez niður þegar sóknarmaðurinn var kominn einn á móti marki. Ousmane Dembele sagði svo eithvað við dómarann og fékk sitt annað gula spjald og var því líka sendur í sturtu. Það var hins vegar of lítill tími eftir til að Sevilla gæti nýtt sér það og lokastaðan varð 4-0 sigur Barcelona. Spænski boltinn
Barcelona fór upp í annað sæti La Liga með 4-0 stórsigri á Sevilla á Nývangi í kvöld. Börsungar kláruðu leikinn með níu menn inni á vellinum. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum opnuðust flóðgáttir og Börsungar settu þrjú mörk á sjö mínútum. Það byrjaði með glæsimarki frá Luis Suarez. Nelson Semedo sendi boltann fyrir markið og Suarez ákvað að kasta sér á bakið og skoraði með frábærri hjólhestaspyrnu. Arturo Vidal bætti öðru marki við eftir sendingu frá Arthur og tveimur mínútum síðar skoraði Ousmane Dembele. Róðurinn var orðinn erfiður fyrir Sevilla en gestirnir fengu þó dauðafæri þegar Luuk de Jong komst einn á móti Marc-Andre ter Stegen en hann skaut í stöngina. Lionel Messi gekk frá leiknum á 78. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Undir lok leiksins misstu heimamenn tvo leikmenn af velli. Hinn tvítugi Ronald Araujo hafði aðeins verið inni á vellinum í korter þegar hann var sendur í sturtu eftir að hafa tekið Javier Hernandez niður þegar sóknarmaðurinn var kominn einn á móti marki. Ousmane Dembele sagði svo eithvað við dómarann og fékk sitt annað gula spjald og var því líka sendur í sturtu. Það var hins vegar of lítill tími eftir til að Sevilla gæti nýtt sér það og lokastaðan varð 4-0 sigur Barcelona.