Sókninni gegn EES hrundið Davíð Stefánsson skrifar 7. október 2019 07:00 Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun