Aðgát í nærveru frétta Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. október 2019 07:00 Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun