Á leigumarkaði af illri nauðsyn? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun