Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 19:18 Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira