FBI segir Samuel Little skæðasta raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 22:30 Samuel Little hefur margsinnis verið handtekinn en var ekki dæmdur fyrir morð fyrr en seint og um síðir. Vísir/FBI Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa. Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa.
Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08
Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49