Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 17:08 Japönsk stjórnvöld hafa lýst óánægju sinni vegna úrskurðarins. AP/Thomas Padilla Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála. Hvalir Dýr Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála.
Hvalir Dýr Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira