Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 14:07 Þjófnaðurinn náðist á myndband. Fraktlausnir Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“ Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“
Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira