Þegar prófessorinn gerði sig að „imbecillus“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. október 2019 10:00 Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus!
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun