Deila um virði Hótel Rangár Björn Þorfinnsson skrifar 30. september 2019 08:00 Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótel Rangár, verst nú kröfum fyrrverandi hluthafa í dómsal. Fréttablaðið/GVA Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira