Íranir gefa frat í yfirlýsingu leiðtoganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 07:05 Emmanuel Macron, Angela Merkel og Boris Johnson funduðu saman í New York, þar sem Loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna fer fram. EPa/ HAYOUNG JEON Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York. Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York.
Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45