Enski boltinn

New Balance ætlar að fara í mál við Liverpool vegna samnings við Nike

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salah og félagar í Liverpool leika í búningum frá Nike frá og með næsta tímabili.
Salah og félagar í Liverpool leika í búningum frá Nike frá og með næsta tímabili. vísir/getty
Liverpool leikur að öllum líkindum í búningum frá Nike frá og með næsta tímabili.



Liverpool á að hafa náð samkomulagi við Nike um að framleiða búninga félagsins. Samningurinn á að vera 70 milljóna punda virði sem gerir hann að stærsta búningasamningi sem enskt fótboltafélag hefur gert.

New Balance er allt annað en sátt með gang mála og samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla ætlar fyrirtækið að fara í mál við Liverpool.

Í samningi New Balance við Liverpool ku vera ákvæði sem gerir fyrirtækinu kleift að jafna tilboð Nike. Það hafi hins vegar ekki fengið tækifæri til þess.

Liverpool hefur leikið í búningum frá New Balance frá árinu 2015. Félagið hefur aldrei áður leikið í búningum frá Nike.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×