Enski boltinn

„Spilar betur fyrir Liverpool því hann er að spila með betri leikmönnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andy Robertson.
Andy Robertson. vísir/getty
Jamie Redknapp, fyrrum enskur landsliðsmaður, segir að ástæðan fyrir því að Andy Robertson spili betur með Liverpool en skoska landsliðinu sé einfaldlega sú að hann spili með betri leikmönnum hjá Liverpool.

Robertson hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með skoska landsliðinu og frammistaða hans með þjóð sinni borin saman við frammistöðuna hjá Liverpool þar sem hann fer á kostum viku eftir viku.

Redknapp segir þó að þar liggi eðlilegar skýringar.

„Það er ekki virðingarleysi gagnvart leikmönnunum sem Andy Robertson spilar með hjá Skotlandi. Þeir eru ekki jafn góðir og leikmennirnir sem hann spilar með hjá Liverpool,“ sagði Jamie.

„Hann nær ótrúlega vel saman með Mane og Salah. Það hefur verið að gerjast í nokkur ár. John Barnes fannst erfiðara að spila fyrir England en að spila fyrir Liverpool. Það var af því að hann spilaði með betri leikmönnum.“

Redknapp efast um ekki að Robertson gefi allt í hvern einasta leik með Skotunum.

„Hann gefur allt sitt í hvern einasta leik og ég er viss um að hann er stoltur að spila fyrir Skotland.“







„Fótbolti er auðveld íþrótt þegar þú spilar með betri leikmönnum, sér í lagi hvernig Liverpool spilar. Þeir vita hvernig á að koma sér út í breiddina og hann spilar svo hátt uppi á vellinum.“

„Engin vanvirðing en þegar hann spilar með Skotlandi þá eru þeir að verjast meira og hann hefur ekki tímann til þess að koma sér upp völlinn og gefa þessar fyrirgjafir.“

„Hann er frábær leikmaður. Ég held að þetta snúist meira um að gæðin eru ekki til staðar í skoska landsliðinu á þessum tímum,“ sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×