Chelsea upp í 4. sætið eftir fyrsta heimasigur Lampard Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 15:45 Chelsea-menn fagna marki Jorginhos. vísir/getty Chelsea er komið upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Brighton á Stamford Bridge í dag. Þetta var fyrsti sigur Franks Lampard sem knattspyrnustjóra Chelsea á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Jorginho Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu. Á 76. mínútu kom Willian Chelsea í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og inn. Brighton, sem er án sigurs í síðustu sex leikjum, er í 16. sæti deildarinnar með sex stig. Enski boltinn
Chelsea er komið upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Brighton á Stamford Bridge í dag. Þetta var fyrsti sigur Franks Lampard sem knattspyrnustjóra Chelsea á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Jorginho Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu. Á 76. mínútu kom Willian Chelsea í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og inn. Brighton, sem er án sigurs í síðustu sex leikjum, er í 16. sæti deildarinnar með sex stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti