Kane hetja tíu Tottenham-manna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 16:26 Kane skorar sigurmark Tottenham. vísir/getty Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma vann Tottenham 2-1 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tanguy Ndombele kom Spurs yfir á 24. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Sjö mínútum síðar fékk Serge Aurier, hægri bakvörður Tottenham, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Á 39. mínútu jafnaði Danny Ings eftir skelfileg mistök Hugo Lloris í marki Tottenham. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Harry Kane sigurmark Tottenham. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Burnley gerði 2-2 jafntefli við nýliða Aston Villa á Villa Park. Burnley er í 10. sæti deildarinnar en Villa í því átjánda. Anwar El-Ghazi og John McGinn skoruðu mörk Villa en Jay Rodriguez og Chris Wood mörk Burnley. Wolves vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Watford að velli, 2-0. Matt Doherty og Daryl Janmaat (sjálfsmark) skoruðu mörk Úlfanna sem eru komnir upp í 13. sæti deildarinnar. Watford er á botninum með aðeins tvö stig. Luka Milivojevic (víti) og Andros Townsend skoruðu mörk Crystal Palace í 2-0 sigri á Norwich City á Selhurst Park. Palace er í 9. sæti deildarinnar en Norwich í því sautjánda. Þá gerðu Bournemouth og West Ham United jafntefli, 2-2, á Vitaly-vellinum. Joshua King og Callum Wilson skoruðu mörk Bournemouth og Andriy Yarmolenko og Aaron Cresswell mörk West Ham sem er í 3. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 7. sætinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea upp í 4. sætið eftir fyrsta heimasigur Lampard Tvö mörk í seinni hálfleik tryggði Chelsea sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 15:45 Liverpool með átta stiga forskot eftir sigur á Bramall Lane Georginio Wijnaldum skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sótti Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 13:15
Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma vann Tottenham 2-1 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tanguy Ndombele kom Spurs yfir á 24. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Sjö mínútum síðar fékk Serge Aurier, hægri bakvörður Tottenham, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Á 39. mínútu jafnaði Danny Ings eftir skelfileg mistök Hugo Lloris í marki Tottenham. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Harry Kane sigurmark Tottenham. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Burnley gerði 2-2 jafntefli við nýliða Aston Villa á Villa Park. Burnley er í 10. sæti deildarinnar en Villa í því átjánda. Anwar El-Ghazi og John McGinn skoruðu mörk Villa en Jay Rodriguez og Chris Wood mörk Burnley. Wolves vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Watford að velli, 2-0. Matt Doherty og Daryl Janmaat (sjálfsmark) skoruðu mörk Úlfanna sem eru komnir upp í 13. sæti deildarinnar. Watford er á botninum með aðeins tvö stig. Luka Milivojevic (víti) og Andros Townsend skoruðu mörk Crystal Palace í 2-0 sigri á Norwich City á Selhurst Park. Palace er í 9. sæti deildarinnar en Norwich í því sautjánda. Þá gerðu Bournemouth og West Ham United jafntefli, 2-2, á Vitaly-vellinum. Joshua King og Callum Wilson skoruðu mörk Bournemouth og Andriy Yarmolenko og Aaron Cresswell mörk West Ham sem er í 3. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 7. sætinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea upp í 4. sætið eftir fyrsta heimasigur Lampard Tvö mörk í seinni hálfleik tryggði Chelsea sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 15:45 Liverpool með átta stiga forskot eftir sigur á Bramall Lane Georginio Wijnaldum skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sótti Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 13:15
Chelsea upp í 4. sætið eftir fyrsta heimasigur Lampard Tvö mörk í seinni hálfleik tryggði Chelsea sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 15:45
Liverpool með átta stiga forskot eftir sigur á Bramall Lane Georginio Wijnaldum skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sótti Sheffield United heim í ensku úrvalsdeildinni. 28. september 2019 13:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti