Umhverfisvernd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2019 07:00 Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar