Fyrirlitlegir vindbelgir Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2019 09:00 Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun