Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson skrifar 14. september 2019 07:45 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun