Rostungar Guðmundur Brynjólfsson skrifar 16. september 2019 07:00 Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar