Orkuverðið og umræðan Jón Skafti Gestsson skrifar 17. september 2019 09:35 Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun