Hverju gæti hugarfar grósku breytt? Ragnheiður Aradóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar