Hverju gæti hugarfar grósku breytt? Ragnheiður Aradóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun