Hagsmunir Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2019 07:00 Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun