Fjörutíu Haukur Örn Birgisson skrifar 3. september 2019 14:15 Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Tímamót Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun