Kveðst vera með mögulega skýringu á Loch Ness skrímslinu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2019 12:10 Neil Gemmell við rannsóknin. Ljósmyndin til hægri er frá 1934 og sögð vera af Loch Ness skrímslinu. Síðar kom þó í ljós að um fölsun hafi verið að ræða. Otago-háskóli/Getty Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju. Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju.
Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira