Kveðst vera með mögulega skýringu á Loch Ness skrímslinu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2019 12:10 Neil Gemmell við rannsóknin. Ljósmyndin til hægri er frá 1934 og sögð vera af Loch Ness skrímslinu. Síðar kom þó í ljós að um fölsun hafi verið að ræða. Otago-háskóli/Getty Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju. Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju.
Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira