Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. september 2019 07:00 „I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
„I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar