Tilgangsleysi Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2019 10:00 Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun